fbpx Skip to main content

Kælilausnir- og þjónusta fyrir matvælaframleiðslu og verslanir

Hádegisverðaþjónusta

Ljúffengur matur í hádeginu fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu með um tuttugu starfsmenn eða fleiri. Hann er eldaður frá grunni með gæði, hollustu og fjölbreytileika í forgrunni.

Við sérhæfum okkur í að þjóna fyrirtækjum sem hafa eldunaraðstöðu og komum með matinn tilbúinn til eldunar. Þannig verður maturinn eins góður og hugsast getur.

Einnig er boðið upp á fulleldaðan mat. Ýmsar útfærslur í boði eftir aðstæðum á hverjum stað.

Ef þú ert með eldunaraðstöðu

Fyrir stór fyrirtæki sem eru með eldunaraðstöðu bjóðum við lausnir sem henta til að elda á staðnum. Þá mætum við með matinn tilbúinn til eldunar ásamt eldunarleiðbeiningum.

Alla daga er í boði aðalréttur sem er annað hvort kjötréttur eða fiskur. Einnig er veganréttur fyrir þá sem vilja. Öllum réttum fylgir salatbar, súpa og nýbakað brauð.

Réttirnir eru girnilegir, vel útilátnir og fjölbreytnin í réttum er mikil.

Allt sem kemur frá okkur er unnið frá grunni úr gæða hráefnum.

Ekki með eldunaraðstöðu

Fyrir minni fyrirtæki sem ekki eru með eldunaraðstöðu bjóðum við lausnir sem auðvelt er að setja upp.

Þá kemur maturinn fulleldaður og tilbúinn til framsetningar.

Alla daga er í boði aðalréttur sem er annað hvort kjötréttur eða fiskur. Einnig er veganréttur fyrir þá sem vilja. Öllum réttum fylgir salatbar, súpa og nýbakað brauð.

Aðrar lausnir

Ef þessar lausnir henta ekki þá má alltaf hafa samband og sjá hvort við getum ekki fundið lausn sem hentar þínum vinnustað.

matur fyrir fyrirtæki fra krydd og kaviar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina!

Hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þér.

Hafðu Samband

Ertu með stærra fyrirtæki og fjölda starfsmanna?

Kíktu á lausnir fyrir mötuneyti hér